Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 13:08 Zeid lætur af embætti síðar í þessum mánuði Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi. Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi.
Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27
Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29