Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 13:08 Zeid lætur af embætti síðar í þessum mánuði Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi. Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi.
Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27
Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29