Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 13:08 Zeid lætur af embætti síðar í þessum mánuði Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi. Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi.
Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27
Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29