Erlent

Jacinda Ardern snýr aftur úr fæðingarorlofi

Atli Ísleifsson skrifar
Stúlkubarn Jacindu Ardern og eiginmanns hennar, Clarke Gayford, kom í heiminn þann 21. júní og fékk nafnið Neve Te Aroha Ardern Gayford.
Stúlkubarn Jacindu Ardern og eiginmanns hennar, Clarke Gayford, kom í heiminn þann 21. júní og fékk nafnið Neve Te Aroha Ardern Gayford. Vísir/ap
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur snúið aftur til vinnu, sex vikum eftir fæðingu frumburðar síns.

Hin 38 ára Ardern fæddi stúlkubarn í júní síðastliðinn og varð þá annar þjóðarleiðtoginn við völd til að koma barni í heiminn.

Ardern birti myndband síðastliðinn laugardag þar sem hún greindi frá því hvað hún hugðist taka sér fyrir hendur fyrstu vikuna eftir að hún sneri aftur. Winston Peters, aðstoðarforsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur starfað sem forsætisráðherra síðan í júní.

BBC greinir frá því að Ardern hafi í fæðingarorlofi sínu haldið áfram að lesa skjöl ríkisstjórnar og verið upplýst um stöðu mikilvægra mála.

Stúlkubarn Ardern og eiginmanns hennar, Clarke Gayford, kom í heiminn þann 21. júní og fékk nafnið Neve Te Aroha Ardern Gayford.

Benazir Bhutto, þáverandi forsætisráðherra Pakistan, var fyrst þjóðarleiðtoga við völd til að koma barni í heimi árið 1990.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×