Erlent

Blóð á sýningarkassanum kann að vera úr öðrum þjófanna

Atli Ísleifsson skrifar
Djásnin eru frá fyrri hluta sautjándu aldar og eign Karls níunda Svíakonungs og Kristínar hinnar eldri.
Djásnin eru frá fyrri hluta sautjándu aldar og eign Karls níunda Svíakonungs og Kristínar hinnar eldri. Vísir/EPA
Lögregla í Svíþjóð leitar enn hinna þjófanna sem stálu ómetanlegum konungsdjásnum úr dómkirkjunni í Strängnäs, vestur af Stokkhólmi, í hádeginu á þriðjudag.

Lögregla telur að þjófarnir hafi flúið frá kirkjunni á dömuhjólum og síðar á sjósleðum út á vatnið Mälaren. Samkvæmt heimildum Aftonbladet er möguleiki á að blóð sem fannst á sýningarkassanum, þar sem djásnin voru til sýnis, kunni að tengjast öðrum hvorum þjófanna.

Þjófarnir gripu með sér tvær kórónur og veldishnetti á meðan athygli fólks beindist að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna. Djásnin eru frá fyrri hluta sautjándu aldar og voru eign Karls níunda Svíakonungs og Kristínar hinnar eldri.

Lögregla gerði húsleit á heimili í bænum Åkersberga, norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi og í nótt, en samkvæmt heimildum Aftonbladet á ekkert að hafa fundist þar sem tengist ráninu.

Þjófarnir flúðu á dömuhjólum og síðar sjósleðum.Vísir/Epa

Tengdar fréttir

Sænskum konungsdjásnum stolið

Skargripaþjófar flýja nú sænska lögreglumenn eftir að þeim tókst að nappa konungsdjásnum úr dómkirkju einni í bænum Strängnäs, áður en þeir stungu af á hraðbáti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×