Íslenski boltinn

Tíu skot FH í Krikanum dugðu ekki til gegn Hapoel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brandur átti nokkur skot á fimmtudaginn en inn vildi boltinn ekki.
Brandur átti nokkur skot á fimmtudaginn en inn vildi boltinn ekki. vísir/bára

FH datt út á grátlegan hátt fyrir Hapoel Haifa í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en Fimleikafélagið tapapaði síðari leik liðanna 1-0 í Kaplakrika.

Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum gerðu margir sér vonir um að FH næði að slá út ísraelska liðið en allt kom fyrir ekki og FH er úr leik.

Hafnarfjarðarliðið átti þó alls ekki slæman dag eins og sést í tölfræðiskýrslu InStat fyrirtækisins sem gefur út tölfræðiskýrslur eftir hvern einasta leik sem spilaður er á evrópskri grundu.

Þar kemur meðal annars fram að FH-ingar áttu alls tíu skot í leiknum, þar af sjö í fyrri hálfleik, en sex skotana fóru á markið. Gestirnir áttu hins vegar bara tvö skot á markið og annað þeirra fór inn.

FH var minna með boltann í leiknum eða 42% gegn 58% gestana en FH spilaði þéttan varnarleikinn sem hélt vel fyrir utan eina mark gestanna.

Grátlegt fyrir FH að eitt tíu skota liðsins í leiknum hafi ekki farið inn og er því liðið úr leik þetta árið í Evrópukeppni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.