Ólafur Kristjánsson: Eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli Árni Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2018 21:57 Ólafur Kristjánsson. vísir/bára Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira