Erlent

Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina

Samúel Karl Ólason skrifar
Breskir rannsakendur að störfum í síðasta mánuði.
Breskir rannsakendur að störfum í síðasta mánuði. Vísir/EPA
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. Yfirvöld Bretlands hafa ávalt haldið því fram að Rússar hafi beitt taugaeitrinu Novichok og Bandaríkin segja það brjóta gegn alþjóðalögum. Því ætli Bandaríkin að beita Rússa veðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum vegna árásarinnar á Sergei og Júlíu Skripal.

Árásin á Skripal feðginin átti sér stað í mars en í síðasta mánuði dó bresk kona eftir að hún og maður hennar smituðust af Novichok fyrir slysni.



Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að áðurnefndir refsiaðgerðir muni taka gildi þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að ef stjórnvöld Rússlands samþykki ekki innan 90 daga að hætta að beita efnavopnum og leyfa eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna að framkvæma skoðanir munu frekari þvinganir taka gildi.

Samkvæmt Washington Post myndi seinni hluti þvingananna fela í sér að nærri því öll viðskipti ríkjanna myndu stöðvast og mögulega yrðu flug frá Rússlandi til Bandaríkjanna bönnuð.



Rússar hafa ávalt neitað því að hafa komið að morðtilræðinu í mars.


Tengdar fréttir

Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal

Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal.

Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur

Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem "ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður.

Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar

Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi.

Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun

Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×