Erlent

Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok síðasta mánaðar er kominn til meðvitundar. Hann liggur þó enn þungt haldinn á spítala í Salisbury, þeim sama og Skipal-feðginin voru á þegar þau börðust fyrir lífi sínu eftir taugaeitursárás í mars.
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok síðasta mánaðar er kominn til meðvitundar. Hann liggur þó enn þungt haldinn á spítala í Salisbury, þeim sama og Skipal-feðginin voru á þegar þau börðust fyrir lífi sínu eftir taugaeitursárás í mars. vísir/ap

Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. Þetta kemur fram á breska ríkisútvarpinu BBC.

Dawn Sturgess, sem einnig varð fyrir eitruninni, lést síðasta sunnudag. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í lok júnímánaðar.

Dawn Sturgess, sem var 44 ára, lést í fyrradag eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. vísir/ap

Að sögn yfirhjúkrunarfræðings við spítala í Salisbury er Rowley enn í lífshættu en hann sé þó kominn til meðvitundar. Hann hefur fram til þessa og þarf áfram að vera undir læknishöndum allan sólarhringinn.

Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu einhver tengsl á milli eitrunarinnar á Rowley og Sturgess og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Júlia og Sergei Skripal urðu fyrir Novichok eitrun í Salisbury í mars á þessu ári.

Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútin hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Yfirvöld í Rússlandi hafi ekki komið nálægt neinum eitrunartilburðum.

Svæðisstjóri heilbrigðismála í Amesbury og Salisbury, Sally Davies, hefur biðlað til íbúa á svæðinu að snerta ekki neina hluti á víðavangi til að gæta fyllsta öryggis.


Tengdar fréttir

Rússar hafna niðurstöðunum alfarið

Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.