Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 20:06 Frá vettvangsrannsókn lögreglu í Amesbury í dag. vísir/ap Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag. Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag.
Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08