Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 20:06 Frá vettvangsrannsókn lögreglu í Amesbury í dag. vísir/ap Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag. Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag.
Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08