Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 18:39 Þrátlát hitabylgja hefur þjakað Breta og fleiri þjóðir á norðurhveli jarðar í sumar. Vaxandi öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37