Byssumaðurinn áreitti konu svo mánuðum skipti Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 14:46 Jarrod Warren Ramos. Hann var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag. Vísir/AP Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Hinn 38 ára Jarrod Warren Ramos var ákærður fyrir fimmfalt morð í dag en hann er sagður hafa ráðist inn á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette og hafið þar skothríð. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi stefnt dagblaðinu The Capital Gazette fyrir meiðyrði árið 2012. Stefnan grundvallaðist á umfjöllun blaðsins um dóm sem Ramos hlaut fyrir áreitni en fimm dögum eftir að hann var sakfelldur birtist frásögn eins þolanda hans í blaðinu.Sjá einnig: Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Í umfjölluninni lýsir konan því að Ramos hafi haft samband við sig á Facebook en þau hafi gengið í sama framhaldsskóla. Hann hafi þakkað henni fyrir að hafa verið eini nemandinn í skólanum sem heilsaði honum á göngunum og var vinaleg við hann. Konan sagðist hafa svarað Ramos, þar eð henni virtist hann eiga við vandamál að stríða, og lagði til að hann leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið hafi Ramos byrjað að senda henni tölvpósta þar sem hann ýmist bað hana um hjálp eða kallaði hana öllum illum nöfnum. Konan sagði Ramos ekki hafa hætt sendingunum, sem stóðu yfir í marga mánuði, fyrr en hún hringdi á lögreglu. Nokkrum mánuðum síðar hóf Ramos aftur að senda henni tölvupósta, sem konan segir hafa verið enn andstyggilegri en hinir fyrri.NEW: The Capital Gazette shooter, Jarrod Ramos, was the subject of a Capital article in which he's described threatening and harassing a woman on Facebook. According to the article, he had pleaded guilty in 2011 to a misdemeanor harassment charge. pic.twitter.com/NFSuuiycRx— dell cameron (@dellcam) June 29, 2018 Þá áreitti Ramos blaðamenn The Capital Gazette reglulega á Twitter. Í einni færslunni sagðist hann myndu hafa ánægju af því að dagblaðið legði upp laupana en að það yrði „betra“ ef tveir af blaðamönnum þess „hættu að anda.“ Í annarri færslu beindi hann spjótum sínum að blaðamanninum Rob Hiaasen sem lést í árásinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47 Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Árásarmaðurinn ákærður fyrir fimm morð Ramos er talinn hafa hafið skothríð á skrifstofu The Capital Gazette í gær og notaðist við skammbyssu og reyksprengur til að fremja voðaverkið. 29. júní 2018 09:47
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“