Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 19:46 Lögregla hafði mikinn viðbúnað í kringum skrifstofur Capital Gazette eftir að tilkynning barst um árásina. Vísir/AP Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sjá meira