Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 19:46 Lögregla hafði mikinn viðbúnað í kringum skrifstofur Capital Gazette eftir að tilkynning barst um árásina. Vísir/AP Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira