Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 18:15 Leðurblökur veiddar í net í helli á Indónesíu Vísir/Getty Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19
Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15