Enski boltinn

Leikmaður Tranmere sagði við Karius að hann væri ömurlegur í miðjum leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Loris Karius gerði mistök í gær.
Loris Karius gerði mistök í gær. vísir/getty

Loris Karius, markvörður Liverpool, sannfærði stuðningsmenn liðsins ekki beint í gærkvöldi um að hann ætti að vera aðalmarkvörður þess áfram eftir mistökin skelfilegu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Liverpool reyndi að fá nýjan markvörð í sumar en það gekk ekki og því var Karius mættur í rammann í æfingaleik á móti Tranmere í gær þar sem að hann gerði mistök sem leiddu til marks.

Þýski markvörðurinn varði aukaspyrnu beint út í teig með þeim afleiðingum að Tranmere skoraði en Liverpool vann leikinn á endanum, 3-2.

Stuðningsmenn Liverpool leynast víða eins og stuðningsmenn annarra stórliða á Englandi. Einn stuðningsmaður þess var meira að segja í liði Tranmere en hann heitir Ben Tollitt.

Tollitt er greinilega enginn aðdáandi Kariusar og var ekki búinn að gleyma mistökunum úr Meistaradeildinni þegar að hann og hans menn fögnuðu markinu. „Þú ert ömurlegur (e. you are fucking shit),“ kallaði Tollitt á Karius eftir að leikmenn Tranmere voru búnir að fagna.

Það er Daily Mail sem greinir frá en í frétt enska miðilsins fá sjá myndband af atvikinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.