Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 18:31 Drengirnir voru heimtir úr helju í beinni útsendingu fjölmiðla um allan heim. Sumir þeirra eru réttindalausir í Taílandi. Vísir/Getty Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára. Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára.
Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19