Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:00 Antonio Conte kyssir hér Englandsbikarinn vorið 2017. Vísir/Getty Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ??? Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ???
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22
Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00