Enski boltinn

Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte gerði Chelsea að enskum bikarmeisturum í vor.
Antonio Conte gerði Chelsea að enskum bikarmeisturum í vor. Vísir/Getty

Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, lét loksins verða að því að reka knattspyrnustjórann sinn en það var löngu orðið ljóst að Antonio Conte myndi ekki stýra bikarmeisturnum á komandi leiktíð.Maurizio Sarri er laus allra mála frá Napoli og er því tilbúinn að setjast í stjórastólinn á Stamford Bridge.

Abramovich beið samkvæmt heimildum Telegraph svona lengi til að sjá hvort að Antonio Conte fengi annað gott starf og Chelsea gæti þá sloppið við að borga upp lokaárið af samningi Ítalans.

Antonio Conte var því byrjaður að stýra liði Chelsea á undirbúningstímabilinu sem mörgum þótti ansi hjákátlegt.

Antonio Conte stýrði Chelsea í tvö tímabil og liðið vann stóran titil á þeim báðum. Chelsea liðið varð enskur meistari á fyrsta tímabili hans með liðið 2016-17 og vann síðan enska bikarinn í vor.

Chelsea endaði hinsvegar aðeins í 5. sæti í ensku úrvalsdeildinni og missti af sæti í Meistraadeildinni 2018-19.

Chelsea vann 69 af 106 leikjum sínum undir stjórn Antonio Conte, 65 prósent, og tapaði aðeins 20 leikjum.

Conte hefur unnið stóran titil á síðustu fimm tímabilum hans sem þjálfari félagsliðs en Jiventus vann ítalska meistaratitilinn þrjú síðustu tímabilum Conte eða 2011–12, 2012–13 og 2013–14.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.