Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump

Sylvía Hall skrifar
Mikill fjöldi fólks mótmælti heimsókn forsetans í dag.
Mikill fjöldi fólks mótmælti heimsókn forsetans í dag. Vísir/Getty
Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Hann hefur meðal annars fundað með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og heimsótt drottninguna.

Sjá einnig: Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May

Ekki eru þó allir parsáttir við heimsókn forsetans, en á meðan Trump drakk te með drottningunni í Windsor-kastala hópuðust mótmælendur saman á götum Lundúnaborgar og mótmæltu heimsókn hans harðlega.

Lögregluyfirvöld í borginni hafa ekki gefið út opinberar tölur um fjölda mótmælanda, en aðstandendur mótmælanna telja að allt að 250 þúsund manns hafi mætt til að lýsa yfir vanþóknun á forsetanum.



Þó engar tölur séu staðfestar þykir vera ljóst að þetta eru ein stærstu mótmæli frá því að rúmlega milljón manns mótmæltu stríðinu í Írak árið 2003.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×