Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2018 09:52 Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við komuna til Bretlands í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar. Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent