Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:59 Tvö á toppnum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana. Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana.
Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52