Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:59 Tvö á toppnum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana. Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana.
Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52