Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:59 Tvö á toppnum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana. Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana.
Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52