Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:06 Palestínumenn reyna að bjarga særðum á vettvangi árásanna í gær Vísir/Getty Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08