Brexit-herferðin talin hafa brotið kosningalög Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 10:05 Vote Leave var opinber herferð fyrir útgöngu Breta úr ESB og fékk framlög frá breska ríkinu. Vísir/EPA Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum. Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum.
Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00