Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 09:31 Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra. vísir/getty Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29. Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29.
Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14