Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 11:27 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla sína tímabundið eftir slysið. Þær höfðu þá gengið nokkuð brösulega. Vísir/Getty Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana. Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana.
Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56