Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 11:27 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla sína tímabundið eftir slysið. Þær höfðu þá gengið nokkuð brösulega. Vísir/Getty Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana. Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana.
Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56