Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2018 23:55 Fjögurra er leitað í tengslum við hópnauðgun á konum í Nýju Delí. Vísir/Getty Sex karlmenn eru grunaðir um hópnauðgun á fimm konum sem starfa fyrir hjálparsamtökin Asha Kiran sem sérhæfa sig í baráttunni gegn mansali. Hjálparsamtökin eru starfrækt í þorpi í austurhluta Indlands. Tveir mannanna hafa verið handteknir og ákærðir en lögreglan leitar enn hinna fjögurra. Auk þeirra tveggja sem voru handteknir var einn af stjórnendum skóla í þorpinu líka handtekinn. Talið er að hann búi yfir vitneskju um glæpinn auk þess að hafa hjálpað til við að fremja árásina á konurnar. CNN segir frá þessu. Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í þorpinu Kochang í Khunti-héraðinu sem er í námunda við svæðið þar aðrir hrottalegir glæpir hafa verið framdir nýlega. Í síðasta mánuði komu upp tvö tilvik þar sem unglingsstúlku var nauðgað og í henni kveikt með þeim afleiðingum að hún dó af sárum sínum. Hugsjónarkonurnar fimm, sem beita sér gegn mansali, eru útskrifaðar af spítalanum en dvelja nú í kvennaathvarfi. Konunum hefur verið útveguð lögregluvernd og áfallahjálp. Árásin átti sér stað þegar konurnar túlkuðu og fluttu leikrit fyrir gangandi vegfarendur í þorpinu. Verkið fjallaði um mansal og átti að vera til vitundarvakningar um alvarleika málefnisins. Í miðju leikriti réðust nokkrir vopnaðir karlmenn að konunum og teymdu þær með sér inn í nærliggjandi skóg. Þar urðu þær fyrir barsmíðum og nauðgunum. Þeim var síðan sleppt lausum þremur klukkustundum síðar. Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins. Í kringum hundrað kynferðisofbeldisbrot eru tilkynnt til lögreglunnar á Indandi dag hvern. Tengdar fréttir Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sex karlmenn eru grunaðir um hópnauðgun á fimm konum sem starfa fyrir hjálparsamtökin Asha Kiran sem sérhæfa sig í baráttunni gegn mansali. Hjálparsamtökin eru starfrækt í þorpi í austurhluta Indlands. Tveir mannanna hafa verið handteknir og ákærðir en lögreglan leitar enn hinna fjögurra. Auk þeirra tveggja sem voru handteknir var einn af stjórnendum skóla í þorpinu líka handtekinn. Talið er að hann búi yfir vitneskju um glæpinn auk þess að hafa hjálpað til við að fremja árásina á konurnar. CNN segir frá þessu. Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í þorpinu Kochang í Khunti-héraðinu sem er í námunda við svæðið þar aðrir hrottalegir glæpir hafa verið framdir nýlega. Í síðasta mánuði komu upp tvö tilvik þar sem unglingsstúlku var nauðgað og í henni kveikt með þeim afleiðingum að hún dó af sárum sínum. Hugsjónarkonurnar fimm, sem beita sér gegn mansali, eru útskrifaðar af spítalanum en dvelja nú í kvennaathvarfi. Konunum hefur verið útveguð lögregluvernd og áfallahjálp. Árásin átti sér stað þegar konurnar túlkuðu og fluttu leikrit fyrir gangandi vegfarendur í þorpinu. Verkið fjallaði um mansal og átti að vera til vitundarvakningar um alvarleika málefnisins. Í miðju leikriti réðust nokkrir vopnaðir karlmenn að konunum og teymdu þær með sér inn í nærliggjandi skóg. Þar urðu þær fyrir barsmíðum og nauðgunum. Þeim var síðan sleppt lausum þremur klukkustundum síðar. Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins. Í kringum hundrað kynferðisofbeldisbrot eru tilkynnt til lögreglunnar á Indandi dag hvern.
Tengdar fréttir Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22