Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Nigel Farage fagnaði ákaft þegar það lá fyrir að Bretland væri á leið úr Evrópusambandinu. Vísir/afp Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47