Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Nigel Farage fagnaði ákaft þegar það lá fyrir að Bretland væri á leið úr Evrópusambandinu. Vísir/afp Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent