Erlent

Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Vísir/AP
Hætta er á að ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, missi meirihluta sinn á þýska þinginu vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda.

Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, sem situr í ríkisstjórn fyrir Kristilega demókrata (CSU), vill að landamæralögregla geti meinað hælisleitendum, sem ekki geta framvísað skilríkjum eða eru skráðir hælisleitendur í öðrum Evrópusambandslöndum, inngöngu í Þýskaland.

Stefna kanslarans hefur hins vegar ætíð byggt á opnum landamærum inn í Þýskaland og boðaði hún til neyðarfundar með þingmönnum flokks síns, Kristilegra demókrata (CDU), vegna málsins. Andstæðingar Merkel hafa gagnrýnt hana fyrir afstöðu sína en milljónir flóttamanna hafa komið inn í Þýskaland á undanförnum árum.

Kristilegu systurflokkar Merkel og Seehofer mynda samsteypustjórn með Þýska jafnaðarmannaflokknum, SPD. Ríkisstjórnarsamstarfið stendur nú völtum fótum þar eð þingmenn CSU, flokks Seehofer, hafa fylkt sér á bak við leiðtoga sinn í hælisleitendamálinu. Verði ósættið til þess að CSU slíti sig frá ríkisstjórn Merkel missir hún meirihluta sinn á þinginu.


Tengdar fréttir

Kostuleg mynd Merkel slær í gegn

Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum.

Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu

Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Merkel býst við deilum á G7 fundi

Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×