Erlent

Samþykkja samsteypustjórn með Merkel

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Olaf Scholz, sitjandi formaður Þýska jafnaðarmannaflokksins, sést hér í forgrunni áður en talning atkvæða hófst í gær.
Olaf Scholz, sitjandi formaður Þýska jafnaðarmannaflokksins, sést hér í forgrunni áður en talning atkvæða hófst í gær. Vísir/AFP
Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD hefur samþykkt samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, flokki kanslarans Angelu Merkel. Fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi er því lokið. BBC greinir frá.

Um er að ræða fjórðu ríkisstjórn Merkel og siglir hún því inn í fjórða kjörtímabil sitt sem kanslari Þýskalands.

464 þúsund félagar Þýska jafnaðarmannaflokksins greiddu atkvæði og var samsteypustjórnin samþykkt með 66 prósent greiddra atkvæða. 33 prósent voru andvíg stjórnarsamstarfi með Merkel.

Atkvæði voru talin í alla nótt í höfuðstöðvum Jafnaðarmannaflokksins í Berlín. Flokkurinn hlaut verstu kosningu frá upphafi í þingkosningunum og rekja margir niðurstöðuna til samstarfs þeirra við Kristilega demókrata. Þá hefur forysta flokksins verið hávær í stuðningi sínum við Merkel en yngri meðlimir flokksins virtust almennt ekki hafa stutt samsteypustjórnina.


Tengdar fréttir

Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu

Þýskalandskanslari segir að Kristilegir demókratar hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×