Getur pillan valdið depurð? Elín Albertsdóttir skrifar 15. júní 2018 06:00 Táningsstúlkur sem taka inn hormónagetnaðarvörn gætu fundið fyrir depurð eða öðrum geðröskunum samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira