Erlent

Krefjast þess að jemenska hafnarborgin Hu-daydah verði opin áfram

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna endurtók í gærkvöldi kröfu sína. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna endurtók í gærkvöldi kröfu sína. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/epa

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna endurtók í gærkvöldi kröfu sína þess efnis að jemenska hafnarborgin Hu-daydah verði opin áfram en ráðið hittist í gær til að fjalla um sókn Sádí Araba og hersveita á þeirra vegum í átt að borginni.

Hu-daydah hefur verið í höndum Houthi uppreisnarmanna síðustu misserin og er hafnarborgin afar mikilvæg til að hægt sé að koma hjálpargögnum inn í þetta stríðshrjáða land. Svíar, sem sæti eiga í öryggisráðinu þessi misserin fóru fram á að samþykkt yrði ályktun þar sem þess væri krafist að átökunum yrði þegar í stað hætt, en ráðið féllst ekki á svo afdráttarlausa yfirlýsingu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.