Erlent

Krefjast þess að jemenska hafnarborgin Hu-daydah verði opin áfram

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna endurtók í gærkvöldi kröfu sína. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna endurtók í gærkvöldi kröfu sína. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/epa
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna endurtók í gærkvöldi kröfu sína þess efnis að jemenska hafnarborgin Hu-daydah verði opin áfram en ráðið hittist í gær til að fjalla um sókn Sádí Araba og hersveita á þeirra vegum í átt að borginni.

Hu-daydah hefur verið í höndum Houthi uppreisnarmanna síðustu misserin og er hafnarborgin afar mikilvæg til að hægt sé að koma hjálpargögnum inn í þetta stríðshrjáða land. Svíar, sem sæti eiga í öryggisráðinu þessi misserin fóru fram á að samþykkt yrði ályktun þar sem þess væri krafist að átökunum yrði þegar í stað hætt, en ráðið féllst ekki á svo afdráttarlausa yfirlýsingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×