Erlent

Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna.
Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna. Vísir/EPA
Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri.

Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi.

Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna.

Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim.

Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað.

Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn.


Tengdar fréttir

Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum

Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.