Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:35 Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna. Vísir/EPA Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn. Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn.
Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51
Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37