Erlent

Öryggisráðið fundar í dag vegna árásarinnar í Jemen

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna.
Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna. Vísir/EPA
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til skyndifundar í dag vegna árásarinnar á hafnarborgina Hodeidah í Jemen, sem hófst í fyrrinótt. Sádí Arabar leiða aðgerðirnar sem miða að því að frelsa borgina úr höndum Houthi uppreisnarmanna í landinu.

Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem búa í Hodeidah en borgin er mikilvæg taug til umheimsins og til þessa hefur hún verið helsta leið mannúðar- og hjálparsamtaka til að koma hjálpargögnum inn í þetta stríðshrjáða land.

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.