Erlent

Öryggisráðið fundar í dag vegna árásarinnar í Jemen

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna.
Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna. Vísir/EPA

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til skyndifundar í dag vegna árásarinnar á hafnarborgina Hodeidah í Jemen, sem hófst í fyrrinótt. Sádí Arabar leiða aðgerðirnar sem miða að því að frelsa borgina úr höndum Houthi uppreisnarmanna í landinu.

Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem búa í Hodeidah en borgin er mikilvæg taug til umheimsins og til þessa hefur hún verið helsta leið mannúðar- og hjálparsamtaka til að koma hjálpargögnum inn í þetta stríðshrjáða land.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.