Hótar enn hærri tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:10 Fjöldamörg bandarísk fyrirtæki reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Vísir/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00