Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. júní 2018 07:00 Donald Trump tollar Kína í botn. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira