Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Donald Trump forseti er æfur út í Kínverja. VÍSIR/GETTY Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37
Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22