Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 31. maí 2018 15:00 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þykir bæði snjall og harður í horn að taka Vísir/Getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum. Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. Rússar hafa ekki verið áberandi í umræðunni um friðarferlið á Kóreuskaga en ásamt Kínverjum hafa þeir verið helsti bakhjarl Norður-Kóreu um árabil. Margt bendir nú til þess að leiðtogafundur Kims og Trump Bandaríkjaforseta muni fara fram í Singapúr þann 12. júní eins og upphaflega stóð til. Fundinum var aflýst eftir að öryggismálaráðgjafi Trumps hótaði Kim lífláti og Norður-Kóreumenn tóku það óstinnt upp. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þingaði með sendinefnd frá Norður-Kóreu í New York í gærkvöld. Þá hefur forseti Suður-Kóreu verið í beinu sambandi við leiðtoga beggja ríkja til að hvetja til fundarins í Singapúr. Rússar munu þó síður en svo gera Bandaríkjamönnum málið auðveldara með íhlutun sinni í ferlið. Bandarískir ráðamenn segja að Norður-Kórea verði að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn til að eiga von um að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Á fundi sínum með Kim undirstrikaði Lavrov að Rússar styddu þá afstöðu Norður-Kóreu að ekki kæmi til greina að afvopnast að fullu fyrr en byrjað væri að afnema viðskiptaþvinganir. Gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja og því yrði ekki náð nema með því að taka afvopnunarferlið í skrefum samhliða því að Bandaríkin afléttu þvingunum.
Tengdar fréttir Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. 31. maí 2018 06:19
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21