Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:05 Mótmælandi veifar fána hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eftir að indverska óeirðarlögreglan reyndi að dreifa mannfjöldanum með táragasi í hádeginu í dag. Pakistanar hafa lengi fjármagnað róttækar skæruliðahreyfingar bókstafstrúaðra múslima í Kasmír til að veikja yfirráð Indverja yfir svæðinu. Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira