Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:05 Mótmælandi veifar fána hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eftir að indverska óeirðarlögreglan reyndi að dreifa mannfjöldanum með táragasi í hádeginu í dag. Pakistanar hafa lengi fjármagnað róttækar skæruliðahreyfingar bókstafstrúaðra múslima í Kasmír til að veikja yfirráð Indverja yfir svæðinu. Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira