Erlent

192 saknað í Gvatemala

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld landsins segja minnst 75 vera látna og 192 er saknað eftir að heilu þorpin grófust undir ösku og aur.
Yfirvöld landsins segja minnst 75 vera látna og 192 er saknað eftir að heilu þorpin grófust undir ösku og aur. Vísir/AP
Skelfing skapaðist við rætur eldfjallsins Fuego í Gvatemala í gærkvöld þegar ný brottflutningsskipun var gefin út. Íbúar svæðisins flúðu eins og fætur toguðu þegar tilkynnt var um nýtt baneitrað gusthlaup í fjallinu. Yfirvöld landsins segja minnst 75 vera látna og 192 er saknað eftir að heilu þorpin grófust undir ösku og aur.

Hlíðar fjallsins eru víða enn of heitar svo björgunarsveitarmenn hafa ekki getað leitað að fólki en gusthlaup geta náð allt að 700 gráðu hita. Í gær bárust fregnir af því að illa gengi að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist vegna þess hve illa brunnin þau eru.



Lilian Hernandez ræddi við blaðamenn AP fréttaveitunnar en 36 skyldmenni hennar eru týnd og búist er við því að þau séu látin. Þar á meðal voru frændur, frænkur og börn sem voru einungis tveggja ára gömul.



Sergio Cabanas, yfirmaður almannavarna Gvatemala, segir að ekki hafi tekist að gefa út brottflutningsskipun þegar eldgosið varð. Allt hafi gerst svo hratt. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja.

Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku.

 


Tengdar fréttir

Aftur gýs í Fuego-eldfjallinu

Íbúar í grennd við Fuego-eldfjallið hafa enn á ný þurft að yfirgefa heimili sín eftir að aftur fór að gjósa í fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×