Erlent

Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump og Justin Trudeau ræðast við.
Donald Trump og Justin Trudeau ræðast við. Vísir/Getty

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í dag að hann vildi ryðja viðskiptahindrunum úr vegi á milli Bandaríkjamanna og nánustu bandamanna þeirra. Þetta sagði Trump þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt verndartolla á innflutning á stáli og áli frá Evrópu, Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna.

Trump sagði þetta á óundirbúnum blaðamannafundi eftir fund leiðtoga G7 ríkjanna í Kanada í dag. Sagði Trump takmark sitt vera að útrýma öllum tollum.

Hann sagði Bandaríkjastjórn ekki ætla að sætta sig við áframhaldandi viðskiptahindrunum sem aðrar þjóðir standa fyrir.

Óttast margir að tollastríð í kjölfar ákvörðunar Trump að leggja verndartolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Kanada, Justin Tudeau, fullvissaði blaðamenn í fyrr í dag að hann myndi svara þessari ákvörðun Trump 1. júlí næstkomandi með því að leggja verndartolla á innflutning á vörum frá Bandaríkjunum til Kanada.

Trudeau sagði Kanadamenn vera kurteisa en bætti við: „Við munum ekki láta ráðskast með okkur. Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada.“

Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland tilheyra G7. Leiðtogar þeirra ríkja höfðu vonast til að geta nýtt G7-fundinn til að ræða þessa tolla við Trump, en forseti Bandaríkjanna sagði við blaðamenn að það hefði komið til tals að fella niður tolla.

„Ég lagði það til. Ég held að þau séu á leiðinni aftur að teikniborðinu til að kanna þetta frekar,“ sagði Trump sem sagði samskipti ríkjanna vera góð og nefndi þar sérstaklega Frakkland og Kanada.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.