Íslenski boltinn

Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kwame Quee er leikmaður Ólsara en hann var ekki með í gærkvöldi.
Kwame Quee er leikmaður Ólsara en hann var ekki með í gærkvöldi. vísir/andri
Ólafsvíkingar komust áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í gærkvöldi með því að leggja Fram, 1-0, á gervigrasvellinum í Safamýri í gærkvöldi.

Bæði lið leika í Inkasso-deildinni en Ólsarar eru eitt af þremur liðum úr næstefstu deild Íslandsmótsins sem verða í pottinum þegar að dregið verður til átta liða úrslitanna.

Það var þó ekki bara bros á vörum Ólsara í stúkunni í gærkvöldi því ef marka má orð framkvæmdastjóra félagsins voru leikmenn gestanna beittir kynþáttaníði úr stúkunni í Safamýri.

„Frábær sigur hjá Víkingi Ó. gegn Fram í kvöld. Það setti saman svartan blett á gleðina að hlusta á munnshöfnuð nokkurra manna úr stúkunni í garð þeldökkra leikmanna Víkings. Svona á ekki að sjást,“ skrifaði Þorsteinn Haukur Harðarson á Twitter-síðu sína í gærkvöldi.

Þorsteinn lét fylgja stóra mynd þar sem orðin „Segjum nei við rasisma,“ og „Virðing“ voru á plaggi frá UEFA. Hann tók þó aldrei fram um hvort stuðninsmenn heimamanna hefði verið að ræða eða hlutlausa aðila.

Þrír þeldökkir leikmenn spiluðu fyrir Ólsara í leiknum en það voru Ganverjinn Emmanuel Eli Keke, Irabim Sorie Barrie frá Síerra Leóne og Íslendingurinn Pape Mamadou Faye sem á ættir að rekja til Senegal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×