Erlent

Japanskur fjallgöngumaður fannst látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Nobukazu Kuriki var einn fjölmargra sem reyna við topp Everest á hverju ári.
Nobukazu Kuriki var einn fjölmargra sem reyna við topp Everest á hverju ári. Vísir/EPA
Japanskur fjallgöngumaður fannst látinn í tjaldi sínu á Everest í nótt í sinni áttundu tilraun við topp hæsta fjall jarðar.Hinn 35 ára gamli Nobukazu Kuriki fannst í tjaldi sínu í búðum í 7.400 metra hæð en þetta kemur fram í frétt Reuters. Frekari upplýsingar um andlát Kuriki höfðu ekki borist vegna erfiðleika við samskipti ofan af fjallinu. Kuriki sem var einn á ferð hafði fundið fyrir óþægindum á leið sinni upp hlíðar fjallsins.Kuriki er þriðji maðurinn sem lætur lífið á Everest á þessu klifurtímabili en 63 ára gamall Makedóníumaður, Gjeorgi Petkov, lést á leið upp fjallið síðustu helgi vegna hjartaáfalls og 5 dögum áður lést sjerpinn Lam Babu. Góðar aðstæður hafa verið á fjallinu undanfarið og hafa um 340 manns fengið leyfi frá nepölskum stjórnvöldum til að reyna við topp fjallsins.Kuriki var mikill fjallamaður og hafði í sjö skipti reynt að ná toppnum án árangurs. Í tilraun sinni árið 2012 neyddist Kuriki til að grafa sig í fönn í tvo daga í 8.230 metra hæð í meira en 20 gráðu frosti sem leiddi til þess að fjarlæga þurfti fremsta hluta níu fingra hans vegna kalskemmda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.