Erlent

Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Minnisvarði um flug MH370 í Kuala Lumpur í Malasíu
Minnisvarði um flug MH370 í Kuala Lumpur í Malasíu Vísir/getty
Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 239 voru um borð en vélin hvarf af ratsjám og hefur ekkert spurst til hennar síðan, fyrir utan lítil brot sem skolað hefur á land.

Opinberlega var leitað að brakinu í meira en þúsund daga og tóku ríkisstjórnir Ástralíu, Kína og Malasíu þátt í leitinni. Einkaaðilar eru enn að leita á stóru svæði.

Nýlega kom út bók eftir kanadískan sérfræðing sem vill meina að allt bendi til þess að flugstjórinn hafi viljandi flogið af leið og látið vélina fara í sjóinn. Fyrrnefndir ástralskir rannsakendur, sem tóku þátt í leitinni, segja hins vegar að það sé afar ólíklegt þar sem vélin virðist hafa verið nánast stjórnlaus miðað við síðustu upplýsingar af ratsjám.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×