Erlent

Fundu heilleg skipsflök frá 19. öld í stað malasískrar farþegaflugvélar

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Líklegast er talið að þetta sé flak kolaskipsins West Ridge sem fórst með manni og mús árið 1883
Líklegast er talið að þetta sé flak kolaskipsins West Ridge sem fórst með manni og mús árið 1883 Australian Transport Safety Bureau
Leitin að farþegaflugvél Malaysia Airlines MH370, sem hvarf yfir Indlandshafi fyrir þremur árum, hefur orðið til þess að vísindamenn báru kennsl á tvö skipsflök frá 19. öld.

Annað þeirra er sennilega kolaskipið West Ridge. Það var barkur eða þrímöstrungur sem fórst 2300 kílómetrum vestur af Ástralíu með tuttugu og átta manna áhöfn árið 1883. Flakið er mjög heillegt, er um 1500 tonn að þyngd og liggur á hafsbotninum á um fjögurra kílómetra dýpi.

 

Hitt flakið er talið vera af öðru kolaskipi sem fórst skömmu áður á sömu slóðum, sennilega af völdum sprengingar. Það voru nokkuð algeng örlög slíkra skipa á þeim tíma.

 

Þrátt fyrir þetta fannst flugvélin aldrei. Leit var formlega hætt í ársbyrjun 2016 eftir meira en þúsund daga. Einkaaðilar hafa þó haldið leitinni áfram.


Tengdar fréttir

Hvarf MH370 enn ráðgáta

Tvö ár eru liðin frá hvarfi vélarinnar og rannsakendur eru engu nær um hvað kom fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×