Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 16:31 Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum San Francisco Vísir/AFP Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins. Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56