Fjórði maðurinn á tunglinu látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 17:23 Alan Bean stýrði lendingarferjunni í Apollo 12-leiðangrinum. Vísir/AFP Bandaríski geimfarinn Alan Bean sem var fjórði maðurinn til að stíga fæti á tunglið er látinn, 86 ára að aldri. Bean fór í tvær geimferðir um ævina en snéri sér að listmálun sem var innblásin af geimnum eftir að hann settist í helgan stein. Að sögn fjölskyldu Bean lést hann á sjúkrahúsi í Houston í Texas eftir skammvinn veikindi. Bean var tilraunaflugmaður fyrir bandaríska flugherinn þegar hann var valinn í hóp geimfara geimvísindastofnunarinnar NASA árið 1963. Hann var flugmaður lendingarferju Apollo 12-leiðangursins í nóvember árið 1969. „Við vissum hversu erfitt þetta yrði. Við vissum hversu margir hlutir þyrftu að ganga eftir. Þetta er eins og að fara út í miðja Saharaeyðimörkina, leggja bílnum og tjalda í norra daga og vona svo að þegar þú setur hann í gang þá virki rafhlaðan því ef hún gerir það ekki þá ertu í djúpum,“ sagði Brean eitt sinn um tunglferð sína, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Brean í geimbúningi sínum í nóvember árið 1969.Vísir/AFPÁrið 1973 fór Bean fyrir mönnuðum leiðangri í Skylab, fyrstu geimstöð Bandaríkjanna. Hann hætti sem geimfari árið 1981 og helgaði sig þá listinni. Fjórir geimfarar voru í Apollo 11 og 12, fyrstu ferðunum til yfirborðs tunglsins. Fyrstir voru þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin í júlí árið 1969. Félagi Bean úr Apollo 12, Charles Conrad, var þriðji maðurinn á tunglinu. Af þeim fjórum er nú aðeins Aldrin enn á lífi en hann er 88 ára gamall. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Bandaríski geimfarinn Alan Bean sem var fjórði maðurinn til að stíga fæti á tunglið er látinn, 86 ára að aldri. Bean fór í tvær geimferðir um ævina en snéri sér að listmálun sem var innblásin af geimnum eftir að hann settist í helgan stein. Að sögn fjölskyldu Bean lést hann á sjúkrahúsi í Houston í Texas eftir skammvinn veikindi. Bean var tilraunaflugmaður fyrir bandaríska flugherinn þegar hann var valinn í hóp geimfara geimvísindastofnunarinnar NASA árið 1963. Hann var flugmaður lendingarferju Apollo 12-leiðangursins í nóvember árið 1969. „Við vissum hversu erfitt þetta yrði. Við vissum hversu margir hlutir þyrftu að ganga eftir. Þetta er eins og að fara út í miðja Saharaeyðimörkina, leggja bílnum og tjalda í norra daga og vona svo að þegar þú setur hann í gang þá virki rafhlaðan því ef hún gerir það ekki þá ertu í djúpum,“ sagði Brean eitt sinn um tunglferð sína, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Brean í geimbúningi sínum í nóvember árið 1969.Vísir/AFPÁrið 1973 fór Bean fyrir mönnuðum leiðangri í Skylab, fyrstu geimstöð Bandaríkjanna. Hann hætti sem geimfari árið 1981 og helgaði sig þá listinni. Fjórir geimfarar voru í Apollo 11 og 12, fyrstu ferðunum til yfirborðs tunglsins. Fyrstir voru þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin í júlí árið 1969. Félagi Bean úr Apollo 12, Charles Conrad, var þriðji maðurinn á tunglinu. Af þeim fjórum er nú aðeins Aldrin enn á lífi en hann er 88 ára gamall.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira