Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:29 Steve Mnuchin kynnti viðskiptaþvinganirnar í gærkvöld. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06