Malavar hæstánægðir með fimm sjúkrabíla frá Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 07:39 Um er að ræða fimm Land Cruiser-jeppa Nyasa Times Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times. Malaví Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times.
Malaví Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira